Færsluflokkur: Dægurmál

ALLTAF LÍF OG FJÖR Í EYJUM.

 


P1010495

Ættarlaukurinn með ÍBV fánann ásamt sonum sínum á KR vellinum í sumar.


 

ÍBV hjartað sló óvenju hratt í dag,  þegar í fréttum mátti lesa það

að Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í sumar hafi valið að spila áfram hér í

Eyjum frekar  en að gerast liðsmaður Grindavíkur.


Einnig það að Tryggvi Guðmundsson væri genginn til liðs við sitt gamla

félag ÍBV.

Ásgeir Aron sonur Ásgeirs Sigurvinssonar kemur einnig til liðs við

okkur hérna í Vestmannaeyjum og er það hið besta mál.

Ég býð þá félaga velkomna til Eyja.

Þrátt fyrir liðstyrkinn í þessum tveimur köppum, sýnist mér ennþá

vera pláss fyrir tvo til þrjá til viðbótar,  því  fimm leikmenn

hafa þá þegar farið frá ÍBV í haust.

Ég vona,  að knattspyrnuráð leggi nú aðaláhersluna á það, 

að fá til liðs við ÍBV góðan framherja.

   


 


mbl.is Tryggvi: Spennandi tímar í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON VESTMANNAEYJUM.

 


%C3%9Eorsteinn_V%C3%ADglundsson

 

Í dag eru 110 ár frá því Þorsteinn Þ. Víglundsson fæddist.

Í tilefni þess minnist ég hans nokkrum orðum.

Þeir sem nú eru á besta aldri muna hann Þorstein, sem skólastjóra

Gagnfræðaskólans hér í Eyjum.

Sparisjóðsstjóra og "prímus mótor" Byggðarsafns Ve.

Bæjarfulltrúi Framsóknarfl. og ritstjóri Framsóknarblaðsins. 

Útgefandi skólablaðs Gaggans Blik og fleira mætti til telja.

Bloggari síðunnar var svo heppinn að kynnast Þorsteini.

Fyrst sem nemandi í Gagganum og einnig eftir Gagnfræðapróf

sumarið 1957 vann ég við lóð skólans og fleira sem tengdist Gagganum.

Þorsteinn kom oft á morgnanna og var algjör hamhleypa við vinnuna

og þegar hann svo hætti um hádegi var hann búinn að setja mér fyrir

verkefni dagsins,  sem oftast nægði her manns að klára þann daginn.

Þannig var Þorsteinn kappsfullur og fullur orku,

sem hann lá ekkert á,

 þegar verk þurfti að vinna.

Nokkra mánuði vann ég hjá honum í Sprisjóðnum og ætlaði mér að

verða gjaldkera og í framhaldinu vildi hann sjá mig sem arftaka sinn,

  en ekki var ég á þeim buxunum í þá daga.

Hann var  ávallt mjög ljúfur og skemmtilegur, ræðinn og hafði sterkar

skoðanir á mönnum og málefnum.

Þorsteins mun ég ávallt minnast með hlýhug.

 

 

 


VALINN-KUNNIR VESTMANNAEYINGAR.

 


img207

 

Hér má sjá nokkrar valinn-kunnar manneskjur úr Vestmannaeyjum.

Myndin tekin árið 1965 í Þórskaffi.

Frá vinstri fremst:

Þorkell nokkur Sigurjónsson, þá hún Kristrún Axelsdóttir og hann

Sigmar Pálmason. 

Vinstra megin fjær er útgerðarmaðurinn og skipstjórinn

Gunnar Jónsson, þá lautarpeyinn Helgi Sigurlásson og sá

með vindilinn Björn Ívar Karlsson læknir.

Helst er ég á því að Helgi, Björn og Sigmar hafi verið fyrr um

daginn að leika fyrir ÍBV, en við hverja man ég ekki.

Kannski man Helgi Sigurlásson vinur minn það ?

 

 

 


LJÓSIÐ Í MYRKRINU.

 

1769


 

Nú á tímum eru flestir hlutir  sem einkennilegir, dularfullir og

yfirskilvitlegir þykja og ekki verða skýrðir með hjálp viðurkenndra

þekkingar-staðreynda,  taldir til hjátrúar og hindurvitna.

Þeir sem taka mark á kynlegum hlutum eru á mörkum þess,

að teljast heilbrigðir.

Þegar svo ber við,  að einhver verður fyrir einhverskonar

"reynslu",  sem framandi er og óútskýranleg skilningsþroska

hins venjulega manns,

þá fer sama fólk venjulega dult með reynslu sína,  því að það kærir

sig eðlilega ekki um að verða að atlægi fjöldans og þeirra,

sem eru svo fróðir,  að þeir geta fullyrt,

hvað er náttúrulegt og hvað yfirnáttúrulegt,  eða hvað er raunveruleiki

og hvað er heimska og hugarburður.

 

Þrátt fyrir að bloggari byrji hér með hugleiðingu og kannski örlítilli vörn

fyrir þeirri reynslu sem hann greinir hér frá,

tek ég því eins og maður,

hvað fólk álítur.

 

Fyrir nokkrum árum,  þegar hér í Eyjum var loðnuvertíð í fullum

gangi og konan mín vann á vöktum við pökkun á loðnu. 

 Þessa umrædda nótt,  sem ég segi hér frá fór konan til vinnu

nokkru fyrir klukkan fjögur og úti var svarta myrkur.

 

Fljótlega eftir að konan var farin sofnaði ég.

Um það bil klukkustund síðar rumska ég augnablik og finnst eins og

ljósi hafi brugðið fyrir í svefnherberginu,

og allt í einu vakna ég til fullrar meðvitundar og

  í svefnherberginu er orðið albjart.

Ég ligg á hliðinni og horfi þrumu lostinn á loft ljósið í svefnherberginu

speglast í glerinu á mynd sem ég horfi á frá hjónarúminu.

Þetta varði í nokkrar sekúndur, en nógu lengi til þess að ég var

glans-vaknaður og varð fyrsta hugsun mín sú,  að konan væri nú komin

heim. 

 Einnig fór í gegn um hugann að þetta væru bílljós, eða ljósagangur

úti við,

en fyrir svefn herbergis glugganum voru þykk glugga- tjöld þannig,

að það gat ekki staðist.

Framúr fór ég til að athuga hvort konan væri komin heim úr vinnu,

en ekki var það,  enginn í íbúðinni nema ég.

Þegar ég gerði mér það ljóst,  að hérna hafði gerst eitthvað

óútskýranlegt,

varð ekki laust við að ég væri gripinn nokkrum ugg.

 

Enn í dag er þetta atvik óupplýst fyrir mér.  En þar sem ég

hafði oft í bænum mínum til margra ára, 

ákallað "æðri mátt" mér til hjálpar og fulltingis,

þegar ég í hugarangri mínum lá andlega og líkamlega lemstraður eftir

glímuna við Bakkus og hugsun mín sú,

að ef Guð myndi birtast mér á einhvern hátt , 

þá yrð breyting á mínu lífi til hins betra.

 

Ég leyfi mér allavega að túlka þessa reynslu nóttina góðu

 þannig,

að Guð hafi séð aumur á mér

og látið vita af sér á þennan hátt.

 

Í bókinni "Lífsviðhorf Bills" segir hann frá atviki sem segir frá því,

þegar hann lá í sjúkrastofu og hugarangur hans varð óbærilegt og

honum fannst hann vera sokkinn til botns í glímunni við Bakkus.

 

 

Ég vissi ekki fyrr en ég var farinn að hrópa:

Ef Guð er til þá sanni hann sig.

Ég er reiðubúinn til að gera hvað sem er!

Skyndilega birti og stofan var böðuð hvítu skæru ljósi.

Mér fannst ég staddur á fjalli og um mig andblær sem ekki var af

þessum heimi.

Mér fannst allt í einu ég vera frjáls maður.

Smám saman hvarf sýnin.

Ég lá í rúminu en góða stund var ég í öðrum heimi,

nýjum vitundarheimi.

Ég var fullur vellíðunar og fann enn návist Hans og hugsaði með mér:

"Svo þetta er þá Guð prédikaranna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 


ÓLAFUR HALLDÓRSSON VAR LÆKNI Í EYJUM UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD.

 

img206

Ólafur Halldórsson læknir.

 

Þeir Vestamannaeyingar sem nú eru komnir á besta aldurinn

muna sjálfsagt eftir Óla Hall. lækni.

Hann var fæddur  í Eyjum og starfaði  hérna frá 1938-1957.

Þegar hans lækna námi lauk kynnti hann sér svæfingar og

tók námskeið í tannlækningum.

Ólafur stundaði hér tímakennslu við Stýrimannanámskeið, námsflokka

og Gagnfræðaskólann jafnframt lækningunum.

Hann var í 9 ár formaður Esperantó félagsins í Eyjum.


img204


Þessi mynd er einmitt af Esperanto-félögum tekin árið 1956.

Standandi frá vinstri:   Haraldur Guðnason bókav. Atli frá Varmadal. Konráð Guðmss.

Landlist. Þórarinn Magnúss. kennari,  Sigmundur Andréss. bakari, Júlíus á Löndum,

Sonja Gränz Hávarður Sig. Ásta Gíslad. Kristinn Ólafss. Sigrún Eymundsd.

Neðri röð frá vinstri: Ella Dóra Hall. Dóra Hanna, Gunnlaug kona Þórarins, Bobba Binna frá Gröf

Halldór Kolbeins prestur, Ólafur Hall. læknir, Ásta Gränz og Ólafur Gränz.

 

Þegar Ólafur Halldórsson var hér læknir í Eyjum um og fyrir miðja

síðustu öld,  þá var bloggari síðunnar á barns aldri.

Ég man það eins og gerst hefði í gær, þegar móðir mín fór með mig til

Óla læknis og var það vegna skemmdar og mikillar tannpínu í

jaxli neðri góms,  þá sex eða sjö ára gamall.

Læknastofan var á efri hæð í húsinu við Miðstræti, en í dag er á neðri

hæð verslunin Miðbær.

Enginn tannlæknir var þá í Eyjum og þar sem Ólafur hafði námskeið

í tannlækningum þótti sjálfsagt að fara til hans.

Það man ég líka hversu ótti minn var yfirþyrmandi við "tannlæknirinn".

Þegar inn á stofuna hjá Ólafi var komið bauð hann mér að setjast í

"stólinn" og vildi fá að líta á tönnina.

Þar næst tók hann töng úr skúffu einni og sagðist þurfa að máta

hana við tönnina og fannst mér það sjálfsagt mál.

Ég fann að töngin var á jaxlinum og skipti það engum togum,

að Óli byrjaði tanndráttinn og gekk það ekki átakalaust.

Ég var farinn að öskra af sársauka og loksins eftir mikil átök

var tönnin laus.

Á öðrum enda jaxlsins var smá bein krókur,  sem gerði Ólafi svo erfitt

að ná jaxlinum.

Karl greyið var ósköp aumur og sagði,  að kannski hefði hann átt að

deyfa mig.

Eftir þetta var ég enginn aðdáandi Ólafs læknis og seinna meir

gaf ég honum í huga mér sæmdar heitið "hrossalæknir"

 

Seinna á ævinni gaf Ólafur út bók sem bar heitið "Læknaskop"

og er hér að lokum smá saga úr henni:

 

Einu sinni þegar Ólafur var læknir í Vestmannaeyjum kom til hans á

læknastofuna ung stúlka og biður hann að draga úr sér skemmdan

endajaxl.

Ólafur skoðar stúlkuna hefur orð á því að sér þyki endajaxlinn

óeðlilega stór.

Hún verður hvumsa við og segir, "hvaða helvítis vitleysa!"

Nú vildi svo til að einhver kunningi Ólafs hafði gefið honum tönn úr

hrossi og geymdi Ólafur hana í skúffu þar á stofunni.

Hann tekur nú hrosstönnina og festir í töng og setur í sloppvasa sinn.

Síðan dregur hann endajaxlinn úr stúlkunni en bregður upp tönginni

með hrosstönninni og segir:

Finnst þér hann ekki heldur í stærra lagi?

 

 

 

 


GLERHYLKIÐ OG FIÐRILDIÐ.

 

197233_63_preview

 


Hann hafði allt sem hann gat óskað sér.

Hann var þekktur ritstjóri,  var vel efnaður og átti góða fjölskyldu.

Hann var oftast miðpunkturinn í samkvæmislífinu

og naut þess sem lífið hafði upp á bjóða.

Í desember 1995 breyttist líf hans á einu andartaki.

Hann hné niður og vaknaði mörgum vikum síðar,

algjörlega lamaður.

Hann var ófær um að tjá sig og eini hluti líkamans,

sem hann gat hreyft,  var vinstra augnalokið.


Skynjun hans var þó óbrengluð og hugurinn skýr.

Í stað þess að gefast upp ákvað hann að vinna að bók.


Stafaruna var lesin fyrir hann og þegar kom að þeim staf,

sem hann ætlaði að nota í orð eða setningar,

deplaði hann auganu.


Vinnsla bókarinnar var gífurlegt þolinmæðisverk og tók marga mánuði.

Í bókinni lýsir hann tilfinningum sínum,

veröld hins lamaða manns,  veru á sjúkrastofnun og því dýmætasta

sem hann á í algjörri einangrun sinni - minningunum.

 

Fjórum dögum eftir að bókin kom út lést þessi hugdjarfi

baráttumaður.

 

Með því að lesa þessa stórkostlegu bók greinir maður birtu þá sem

býr í huga kjarkmennis.

Læstur inni í eigin veröld ferðast höfundurinn um heim minninga,

ævintýra og ásta.

Að lokum gefur hann lesendum ólýsanlega gjöf -

vitnisburð um fegurð mannsandans.


BÖRNIN ERU SKÁLD OG LISTAMENN.

 

 img203

 

Þessi ágæta mynd er eftir barnabarn mitt hana Azitu

sem er fimm ára gömul.

Hún gaf afa sínum  myndina í sumar,  þegar ég heimsótti þá stuttu

til Svíþjóðar.

Í ágætri bók eftir Gunnar Dal segir:

Hin fyrsta mannlega skynjun bæði hjá barni og mannkyni á

bernskuskeiði er listræn og trúarleg skynjun.

Þessi listræna og trúarlega skynjun birtist í listsköpun og trú í ótal

myndum,  þetta er upphafið.

Ef litið er á þroskasögu venjulegs einstaklings sést að fyrsta

aldursskeiðið,  bernskan,

stendur næst heimi listamannsins.

Vísir að öllu því sem á eftir að verða eða getur orðið er í barninu,

en heimur listamannsins er fyrirferðamestur í tilveru þess.

Sagt hefur verið að öll börn séu skáld og listamenn.

Barn vill syngja eða láta syngja fyrir sig.

Það vill búa til sögu og láta segja sér sögu.

Það vill yrkja ljóð og búa til mynd eða láta teikna fyrir sig

og fara með vísur.

Fullorðnir eru oft undrandi yfir gæðum mynda sem börn

mála og teikna.

Menn undrast oft sögur þeirra og ljóð,

söng og dans.


Börn ná yfirleitt ekki slíkum árangri á öðrum sviðum

menningarinnar.


SAMVISKUSAMI SAMVERJINN.

 


796040111rattus_norvegicus(brown_rat)

Vonandi bregður engum við það að líta svo fagurt dýr,

sem rottan er?

 

Þessa síðustu og verstu tíma veitir ekki af hlýju í sálina,

að minnsta kosti upplifði ég þá tilfinningu,  þegar ég las

uppvaxtarsöguna

 hans Sigurðar A. Magnússonar,  "Undir Kalstjörnu".

 

Í þessari ágætu lesningu segir Sigurður m.a. frá föður sínum,  sem var

 margslunginn persóna.

 

 


"Hann þoldi undir engum kringumstæðum að sjá skepnur þjást

og gat komist við eða orðið ævareiður ef hann varð vitni að illri

meðferð á málleysingjum.

 

Mér er í fersku minni viðbrögð okkar krakkanna fyrsta árið í

sumarbústaðnum (en sumarbústaðurinn var í nokkurn tíma heimili

Sigurðar og fjölskyldu hans)  þegar rotta,

sem var útsteypt í sárum,  gerði sig heimakomna kringum heimilið.

 


Pabbi sá strax að hún gat litla sem enga björg sér veitt og mataði hana

og hjúkraði þar til hún var gróin sára sinna.

Okkur krökkunum bauð við rottunni og fullorðið fólk sem fékk veður af

þessu uppátæki var furðu lostið yfir því ábyrgðarleysi að hæna

að barnmörgu heimili meindýr sem kannski væri hættulegur

smitberi,

en pabbi lét slíkt hjal sem vind um eyru þjóta og linnti ekki

viðleitni sinni fyrr en rottan var orðin sjálfbjarga.

 

"Stórkostlegur maður."

 

 

 

 


SJÓN ER SÖGU RÍKARI.

 


Á ferð minni í höfuðstaðnum fyrir nokkru síðan lá leið mín

á Listasafn Íslands,  en þar er sýning sem allir ættu,

ef þeir hafa tækifæri á að skoða.

Í skýringarskrá segir:

 

Hvað vitum við um myndlist í þjóðareign og hvaða gildi hefur hún fyrir

okkur?

Lungann úr öldinni sem leið var staða íslenskrar myndlistar óljós og

bakland hennar heldur veikt.

Minnisleysi fólks þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir og

listaverkaeign  þeirra lenti milli stafs og hurðar sem hrein afgangsstærð

sem enginn mundi eftir fyrr en sala bankanna var um garð gengin.

 

Nú fáeinum áru árum síðar beinir L. Í. kastljósinu aftur að þessum

nær ósýnilegu gersemum sem gleymdust í einkavæðingarfárinu

og nú talað um sem ómetanleg þjóðareign.

Þrír bankar lána safninu fjölda verka úr fórum sínum.

Þar er að finna margar ómetanlegar gersemar eftir flesta listamenn

þjóðarinnar á öldinni sem leið.

 

P1010514


Þetta er verk Kjarvals "Hvítasunnudagur" sem varð frægt

í fréttum,  þegar það var keypt til landsins fyrir nær 30 milljónir kr.

á málverkauppboði í Kaupmannahöfn í byrjun árs 2007.

Talað var um verkið,  sem

"Kúbískur Kjarval sleginn á metfé í Kaupmannahöfn.


P1010516


 

Myndin sú arna heitir "Kaplagjóta"og er eftir

Júlíönnu Sveinsdóttir myndlistakonu, sem fædd er í Vestmannaeyjum.

Eins og margir sjálfsagt vita,  sem komnir eru á miðjan aldur

var Júlíanna systir Ársæls Sveinssonar, sem rak útgerð 

um miðja síðustu öld og var einnig lengi í bæjarstjórn hér í Eyjum.


P1010517 


Þessi mynd er eftir Finn Jónsson

og ber það nafn,  sem kannski gæti verið mottó fyrir

ný lokinni græðgi og einkavæðingarfári,

"baráttan um gullið".


P1010518


"Composition" 

eftir Baldvin Björnsson gullsmið, sem lengi átti heima í Eyjum

og var faðir Björns Th. Björnssonar listfr. og rithöfundar.


P1010524 

 

Að lokum kemur svo hérna verk eftir núlifandi listamann,

Helga Þorgils Friðjónsson sem heitir

"heilög fjölskylda"

og mættu stjórnvöld kannski hafa það í huga nú um stundir. 


Þessar fimm myndir eru olíumálverk  ásamt tugum annarra verka á

þessari einstæðu sýningu í Listasafni Íslands, sem stendur til

18. október og er hún

 sjón sögu ríkari.

 

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt vil ég benda Vestmannaeyingum

á málverka-útsýnisgluggann í forstofu bókasafnsins hérna í Eyjum,

en nú eru myndverk eftir Kristinn Ástgeirsson í "kassanum,"

en þar er einnig

sjón sögu ríkari.

 

 

 

 

 


 

 


KNATTSPYRNUHÚSIÐ OG FRAMTÍÐ ÍBV.

 


P1010545


Þessi mynd er tekin í dag og sýnir okkur fótbolta áhugafólki hérna í

Eyjum

hið "langþráða knattspyrnuhús", 

sem næstum því er við það að rísa"?


 

Nei  nei án gríns þá virðist staðreyndin sú,  að fyrstu merki um

knattspyrnu hús muni sjást mánuði fyrir næstu bæjarstjórnar

kosningar, þ.e.a.s. í vor.

 

Þannig,

 að Heimir þjálfari ÍBV mun stjórna sinni fyrst æfingu í glæsilegu

knattspyrnu höll okkar,

þann  28. september 2010

 nákvæmlega þremur árum frá því

fyrsta skóflustungan

var tekin.

 


Þar sem ég tel allar líkur á, 

að ÍBV muni spila í úrvalsdeildinni á næsta

ári leyfi ég mér hér með að óska þess við bæjarfélagið og þeirra sem

því stjórna,

 

að ÍBV lið karla í fótbolta verði gert kleift

að nálgast peninga til kaupa á góðum framherja og gera það að

markmiði,

að ÍBV nái Evrópusæti á næsta ári.

En það eitt að taka þátt í Evrópu-keppni gæti fært okkur

30-40 milljónir, sem m.a. mundi borga framlag bæjarins til kaupa á

framherjanum góða.


 

Það vita allir og einnig þeir, sem engan áhuga hafa á fótbolta,

að ÍBV er framvörður þessa bæjarfélags frá mörgum hliðum séð.

Þannig að þeir sem stjórna hér í Eyjum eiga að setja metnað sinn í,

að efla ennþá frekar orðstír knattspyrnunnar

þar sem ÍBV spilar stærstu

"rulluna".

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband