Færsluflokkur: Dægurmál

VESTMANNAEYINGAR, GÓDA SKEMMTUN.

 


Jä svo sannarlega kannast madur vid thå ad vera

thåttakandi í thjódhåtíd.

Fyrir sextíu årum sem lítill drengur og svo fulltída madur.

Nú er ég fjarri gódu gamni thar sem ég er staddur hérna

í nordur Svíthjód.

Ekki sakna ég neins nú ordid frå dögum thódhåtídar,

thví ég burdaadist med félaga Bakkus,  sem hefur ordid mér mjög

erfidur félagi.

Vestmannaeyja sakna ég audvitad og allra sem thar búa og sérlega

ättingja minna ad sjålfsögdu.

Thess vegna óska ég öllum í Eyjum velfarnadar å komandi

håtídisdögum med von um ad allt fari nú vel fram.

Góda skemmtun og kvedja frá

Svíthjód.


mbl.is Þjóðhátíðarstemming í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ESB GLÓPAGULL SAMFYLKINGARINNAR ?

 


Skyldi það vera Íslenskri þjóð til sigurs,

að gerast aðili að ESB?

Í mínum huga vegur það salt,

ávinningur sá sem við eigum að öðlast,

ef svo fer að sambandið samþykkir okkur inn og við Íslendingar

staðfestum það í kosningum,

en þá er ekki aftur snúið.

Miðað við framkomu sumra þjóða í okkar garð undanfarin misseri

sé ég ekki önnur teikn á lofti,

en við verðum sem lambið meðal úlfa innan ESB,

því miður.

En kannski er ég of svartsýnn á þetta fyrirbrigði,

sem nú um stundir virðist gína yfir allt og öllu í henni Evrópu.

Við Íslendingar höfum,  sem betur fer í gegn um árin

verið frjálsir til ákvörðunar alls þess sem við teljum hag okkar best

borgið.

Þannig að mikil yrðu viðbrigðin við það að gerast lítill ás í

maskínu ESB.

 

 


mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í RIGNINGUNNI Í HENNI REYKJAVÍK.

 


Þegar við kveðjum þennan heim tökum við enga

efnislega hluti með okkur.

Við höldum ekki á einni krónu í köldum höndum.

Það eina sem við getum tekið með okkur er það sem við höfum miðlað

öðrum.

Ef við höfum verið hjálpfús kann það að fylgja okkur,

ef við höfum verið gjafmild á tíma okkar og fémuni kann það að

teljast okkur til gildis síðar.

 

 

Þegar ég  var á göngu minni í rigningunni hérna í

fáfarinni götu í henni Reykjavík í dag gerðist það,

að ég hitti á fyrr um vin minn og "félaga" til margra ára úr heimabyggð.

Leiðir okkar skildu fyrir 45 árum og "félaginn" hætti að heilsa

mér  þrátt fyrir að við hittumst oft á förnum vegi heima.

 

Einhver segði það hreina tilviljun að við fyrrum "félagarnir" hittumst

einmitt núna og tókum tal saman.

Reyndar hafði ég fyrir nokkru síðan vottað honum samúð mína,

vegna fráfalls náins ættingja hans.

Þegar við fórum að ræða saman og hann fór að segja mér frá

mikilli sorg og erfiðleikum,

sem hann og fjölskylda hans hafa gengið í gegn um á stuttum tíma

 

 kom þar einmitt að orðræðu okkar,

hversu fánýtt er veraldar prjál,

þegar heilsan er farin og dauðinn tekur sinn toll.

Fyrir mér varð þessi óvænti fundur okkar fyrrum "félaga" ekki nein

tilviljun,

 það er ég viss um.

Þarna stóð ég og "félaginn" í rigningunni og fékk hann þarna óvænt

tækifæri til,

að létta af sér erfiðleikum sínum,

með því að segja mér frá sínum vandamálum og fjölskyldu sinnar,

og ég fékk þarna innsýn í mikla sorgarsögu,

sem sýndi mér fram á hverfulleika heimsins.

 

 Því segi ég það,

við eigum að nota hvert tækifæri sem gefast til að sinna

ættingjum og vinum og gera meira í því,

að vera til staðar fyrir þá og auðvitað,

sjálfan sig einnig,

því á morgunn getur það verið orðið

of seint.

 

 

 

 

 


FURÐULEG VINNUBRÖGÐ Í VESTMANNAEYJU ?

 

ellidi_bajarstjori


Ég er varla búinn að sleppa puttunum af lyklaborðinu og

gleðjast yfir þeirri yfirlýsingu umhverfisráðs Eyjanna um bann við

lundaveiði í sumar,

 þegar sjálfur bæjarstjórinn dregur í land með þá ákvörðun.

Hverjum á að trúa og hverskonar hringlandi er þetta,

 ég spyr?

 

 

 


mbl.is Ekki ákvörðun um lundaveiðibann í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU EYJAMENN.

 

img016


Það eru ánægjulegar fréttir,

að nefnd umhverfis-og framkvæmdarsviðs Vestmannaeyja

hefur sett bann á lundaveiði í sumar.

Mér fannst raunarlegt,  að horfa á suma sem málið varða,

sérstaklega þá sem hag hafa af veiðum,  skrifa grein eftir grein hérna í

miðla Eyjanna

og vera með einhverja talna leikfimi um góða viðkomu lundans

undandfarin ár.

Það sjá allir sem eitthvað vilja sjá,

að lunanum hefur fækkað  og þá sérstaklega núna síðustu árin.

Ég óska Eyjamönnum til hamingju með

lundaveiði bannið.


mbl.is Lundaveiði bönnuð í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GETA EYJAMENN LEYST VANDA REFSIFANGA Á ÍSLANDI Í DAG ??

 

180px-Alcatraz_2
Eins og alþjóð veit erum við Íslendingar um stund

í nokkuð kröppum dansi vegna efnahags okkar

og ýmiskonar vandi er  því fylgjandi.

Þar má til nefna það,  að yfirvöld í landinu eru í

Fangaeyjan Alcatraz.                            mestu vandræðum vegna fjölgunar á

þeim hópi manna,  sem verða svo ólánsamir að lenda uppá kant við lög

landsins.   

Afleiðing er sú,  að refsi föngum hefur fjölgað meir en

fangageymslur landsins geta tekið við. 

Þá kemur til sögunnar lausnin, sem hæglega gæti leyst bráðan vanda

á fangelsismálum okkar Íslendinga:

Við hérna í Eyjum, eða þeir sem mest sækja  úteyjarnar til lundaveiða,

munu vegna fækkunar í lundastofninum ekki nota

úteyjarnar eins og undanfarin ár.                       Elliðaey og Bjarnarey, sem fangaeyjar ? 

show_image  

Þar kemur þá til sögunnar vannýtt

húsnæði , sem í sumar mætti nota

fyrir þá fjölmörgu refsifanga sem bíða

eftir að taka út sína refsingu.

Refsivist í úteyjum væri að mínu mati góður kostur þar sem menn 

væru í góðum tengslum við náttúruna og útiloftið og

 "frjálsir" svo langt sem það nú nær.

Í hverja eyju mætti setja fimm til tíu fanga og með þeim væru tveir

tilsjónarmenn.

Einn mánuður úti í eyju væri refsing sem "dekkaði" þrjá til tólf mánaða

refsingu í venjulegu fangelsi.

Tilsjónarmennirnir í hverri eyju hefðu stranga dagskrá fyrir

fangana, 

ekki ósvipað því sem gerist í áfengismeðferð.

Ýmiss afleidd störf fengjum við hérna í Eyjum tengt þessu verkefni

og einnig gætum við sett á hvern fanga eins konar nefskatt,

sem rynni beint í bæjarsjóð Vestmannaeyja.

Hér er lausn,

sem er góðra gjalda vert

að hugsa um,

eða hvað ?

 


AKRAHREPPUR NÚTÍMANS ?

 

 

160px-Bolu_hjalmar

Bólu-Hjálmar.


Vegur vinstri stjórn á Íslandi í sama knérunn og

Akrahreppur forðum daga,  sem

Bólu-Hjálmar orti svo um,

þeim sveitarstjórnarmönnum til ævarandi

skammar:

 

Eftir fimmtíu ára dvöl

í Akrahreppi ég má, nú deyja,

úr sulti, nakleika, kröm og kvöl

kvein mitt ei heyrist, skal því þegja.

Félagsbræður ei finnast þar,

af frjálsum manngæðum lítið eiga,

eru því flestir aumingjar

en illgjarnir þeir sem betur mega.

 


mbl.is Staðan skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KAFFIBRÚSAKARLAR EYJANNA.

 

P1010157


Manneskjurnar að tarna kalla ekki allt ömmu sína, þegar rætt er

um lausn kreppunnar á Íslandi.

Þær fullyrða hiklaust, að líklega væri auðveldara að draga mánann

niður á jörðina eins og seiðkonurnar frá Þessalíu ætluðu að gera,

en lækna íslenska efnahagskerfið.

En ekki er þetta nú allskostar rétt hjá þeim,

því bæjarstjóri okkar Eyjamanna upplýsti það núna í vikunni,

að hann hefði skotið kreppunni ref fyrir rass og ekki nóg með það,

 hann hefur aukið  íbúafjöldann í Vestmannaeyjum um heilt

hundrað á stuttum tíma.

 

Nú er komin upp skrítin stað hjá þeim félögum,  en eins og alþjóð

veit stimpla kaffibrúsakarlarnir  sig inn, sem góðir vinstri menn.

Síðasta útspil ríkisstjórnarinnar þar sem ætlunin er,

að setja öryrkja og gamlingja út á gaddinn "endanlega",  hefur komið

miklu róti á umræðuna hjá þeim.

Nú sé svo komið að engum er treystandi lengur segja þeir og hafa

í hótunum að kjósa aldrei aftur til alþingis.

 

Þar sem helgin var fram undan barst talið að áfengum drykkjum

svo og þeim sem þeirra neyta.

Saga var sögð af arfaprinsi Dana,  Kristjáni Friðrik sem uppi var

fyrir eitt hundrað og áttatíu árum síðan og var nokkuð ölkær og

því sendur til Íslands um tíma af konungi.

Fyrsti áfangi hans á Íslandi var Þingvellir þar sem reist var stórt

topptjald.

Til þess að þurfa ekki að "drekka" einn bauð hann presti staðarins

til sín og þiggja smá "forfríshelsi".

Skömmu síðar mætir prestur,  sem var Björn Pálsson mikill vexti og

þykkur um sig.

Þegar prinsinn bauð að skenkja prestinum "púns" upp úr silfurskálinni

stóru og skála við sig,

þá svaraði þessi sálnahirðir hraunfólksins því sem síðar var í letur fært:


"Ég drekk ekki "púns",  yðar hátign".

Hvað í alverden drekkið þér þá?  á prinsinn að hafa spurt.

Konjak og ekki annað,  svaraði þá fátækur guðsmaðurinn,

og segir sagan að prinsinum hafi verið við það

skemmt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

  

 

 


HANGIR HANN ENN ?

 

Gunnarbirgis_jpg_550x400_q95


Blessaður karlinn.

Held barasta,

 að hann sé ekki á vetur setjandi og er það með álíkindum

hvað flokkurinn er honum hollur.

Þetta  minnir svo sannarlega á,

þegar þeir fyrir austan tjald voru að tjasla upp á afdankaða

foringja sín,   sem voru algjörlega

útbrunnir.

Siðferðisvakningin hefur greinilega illa skilað sér til Sjallanna

í Kópavogi.

Einnig vekur það furðu mikla hvað Frammarar eru þar rólegir

og er það hald manna að límið sem heldur þeim í stólunum,

sé frá fyrirtæki afa Gunnars Birgissonar,

en þetta hefi ég eftir áræðanlegum heimildum. 


mbl.is Sjálfstæðismenn enn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband