SKÁLDIÐ HJÁLMAR FRÁ BÓLU.

 

 

160px-Bolu_hjalmar
Skáldið,  Bólu-Hjálmar.

Ég er svo fjári skáldlegur í hugsun núna og ætla mér að setja hér inn,

nokkur þankabrot drengs um afa sinn,  Hjálmar Jónsson skáld:

Móðir mín sagði okkur systkynunum að þetta væri hann afi okkar og við ættum

að vera honum góð,  hann væri lasinn og þreyttur og ætlaði að hvíla sig nokkra

daga hjá okkur.

Móðir mín vissi að faðir hennar var tóbakslaus og hann mundi hafa verið það lengi;

en það bar hann víst ekki vel eftir því sem hann segir sjálfur frá:

 

"Tóbak ærið  tyggja kann

en tryllist nær sem þrýtur".

 

Afi minn fór að svipast um eftir húfunni sinni,  fann hana,  stóð upp og ætlaði út,

- í því opnaðist baðstofan og móðir mín kom inn,  glöð í bragði,

og rétti að afa mínum umbúðalausan tóbaksbita,  sem hann tók á móti tveim

skjálfandi höndum.

"Drottinn blessi þig, - hann blessi ykkur öll.

Hitinn og mátturinn í þessum orðum var sem í heilagri guðskirkju á sjálfri

jólanótt.

Foreldrar mínir lögðust á eitt með að gjöra kvöldið gleðiríkt.

Móðir mín kom inn með bollapör, sykur og rjúkandi kaffikönnu,

svo að angandi kaffiilmurinn fyllti baðstofuna.

Faðir minn kom með græna potttunnu,  sem hann var vanur að eiga einhvern

dropa í,  ef góða gesti bar að garði.

Hugsunin ein um innihaldið hafði þann góða mátt,  að sprengja öll bönd af afa

mínum,  en afi minn var enginn drykkjumaður.

Það var komin nótt.

En máttugir,  dularfullir töfrar,  sem enginn gat losast undan fylltu loftið,

þegar skáldið í hrifningu hjartans snerti strengi hörpu sinnar,  svo að straumflóð

tilfinninganna braust fram í yndislegu ástarkvæði til konunnar hans,

sem hann hafði misst  fyrir löngu.

Að kvæðinu loknu hefðum við ekki orðið undrandi,  þótt konan hans hefði allt í einu

komið inn til okkar,  broshýr,  sveipuð gullnum kvöldroðaslæðum,

og varpað sér í faðm hans til þess að þakka honum fyrir kvæðið,

og strjúka burt tárin,

sem það hafði framkallað og sátu eftir á hrukkóttum kinnunum.


JAFNAÐARMAÐURINN, ÞORSTEINN ERLINGSSON.

 

 

 

Thorsteinn_Erlingsson_porta
Þorsteinn Erlingsson.

 

 

Þar sem ég, 

 sem held úti þessu bloggi er aðeins venjulegur maður,

án allra afreka umfram það sem flestir landar mínir sætta sig við á lífsleiðinni,

þá er ég fjarskalega hreykinn maður,

þegar ég segist vera náskyldur skáldinu góða,

Þorsteini Erlingssyni.

 

Samkvæmt mínum kokkabókum,  þá mun skyldleiki okkar Þorsteins vera þannig:

Helga Erlingsdóttir fædd 1796 var amma Þorsteins skálds og bróðir Helgu var

Þorsteinn fæddur 1799  og var hann,  langa-langafi minn.

Lái mér hver sem er fyrir það að getað státað af  tengslum við skáldið.

Hitt er svo annað,

 sem mér þykir öllu lakara,

að ég er svo til algjörlega sneyddur allri skáldskapargáfu. 

Þrátt fyrir vöntun mína á sviði skáldskapar,  get ég samt bent á eitt atriði,

þar sem við frændur erum á sama báti  en það er, að báðir erum við jafnaðarmenn.

Skáldið,

  Þorsteinn Erlingsson lá aldrei á þeirri skoðun sinni,  að vera jafnaðarmaður og

einhversstaðar er þetta haft eftir honum:

Ég hefi aldrei skilið aðra jafnaðarmennsku en þá,

sem Kristur kenndi:

Sá yðar,

sem á tvo kirtla,  gefi hinum annan sem engan á.

Og eins sagði hann,  að hægt væri að gerbreyta öllum heiminum,

ef menn vildu hlýða þessu eina boðorði Krists:

Það sem þér viljið að aðrir menn geri yður,

það skuluð þér og þeim gjöra.


SNILLINGUR ER HANN JÓN GNARR ?

 

 

 

74c79faa-cc36-4fa0-84a5-ca22272c731f

 

 

Segi bara,

Jón Gnarr,

þetta er snilldar ræða hjá þér.

Aldrei haldið að þú gætir gert svo einfalda samlíkingu á ástandi heillar þjóðar

og þeim sem orðið hafa alkahólisma að bráð.

Hrein snilld hjá þér,

Jón Gnarr 

 segi ég enn og aftur.

 


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF LITLUM NEISTA VERÐUR STÓRT BÁL.

 

 

 

Þorsteinn og Guðrún
Þorsteinn Erlingsson og Guðrún Erlings.

 

 

 

 

Ótrúlegt er að hugsa sér,

að örlítill gustur sem fiðrildi orsaka þegar það blakar vængjunum í Tokyo,

getur um síðir magnast upp í fellibyl í Kansas.

 

 

Í lífi okkar,

hversu öngþveitiskennt sem það virðist vera,

leynist innra skipulag allra storma og sviptibylja,  sem geysast inn í daglega tilveru

okkar.                                                  

  Kabbala.    Fiðrildis-orsakavaldurinn.

 

 

 

 

Ég legg þann skilning í fiðrilda-kenninguna, 

að allt það sem gerist í veröldinni eigi sitt upphaf og taki á sig myndir sem okkur munu

birtast,

í fyllingu tímans !

 

 

 

 

Þessu til frekari umhugsunar og gamans,

 datt mér í hug saga sem byrjaði í Ameríku og segir frá konu þar,

sem átti mikið landsvæði.

Sagnfræðingar þar töldu,  að Leifur heppni hafi þar verið,

þar sem fornar tóftir fundust á landareign konunnar.

Þessi Ameríska kona vildi fá úr því skorið,  hvort fornminjarnar á landareigninni

væru frá tíð Leifs heppna og fékk til liðs við sig,

dr. Valtý Guðmundsson.

Hann treysti sér ekki til   verksins,

og fékk því vin sinn,

 Þorstein Erlingsson skáld til þeirrar rannsóknar.

 

 

 

 

 

Þorsteinn Erlingsson vildi fyrst kynna sér fornminjar hérna heima á Íslandi,

þannig að hann væri betur undir verkið búinn.

Var honum sagt að á Tungufellsheiði væru margar fornar húsa-tóftir.

Þangað fór nú Þorsteinn,

austur til Tungufells og gisti þar í tvo daga.

Í Tungufelli var ung blómarós,  aðeins 17 ára.

Nokkru seinna varð þessi stúlka   sem Guðrún hét,

 eiginkona Þorsteins Erlingssonar skálds.

 

 

 

Sem sagt,

orsakir liggja til alls og urðu hugleiðingar konu í Ameríku sá örlitli gustur í byrjun,

sem magnaðist og endaði hér uppi á Íslandi,

með kærleiksríku hjónabandi,

skáldsins og Guðrúnar Erlings.


VON OG BJARTSÝNI ERU EINNIG VERMÆTI.

 

 

artwork_images_421_76506_henry-darger

 

 

Satt og rétt hjá þér Þráinn Bertelsson.

Umræðan í þjóðfélagi okkar er á ótrúlega neikvæðum nótum,

þó ekki sé fastara að orði komist.

 

Því leyfi ég mér að vitna í smá klausu eftir HKL og ættu allir hana að íhuga:

 

Fyrir tvöhundruð árum til dæmis áttum við varla

snæri í snöru til að hengja okkur

þó nauðsyn bæri til,  oft ekki spýtu í ár eða

fjöl í líkkistu,  og verkfæri okkar voru af því tagi

að menn ráku upp stór augu og hlógu

þegar þeir sáu okkur vinna,......   


mbl.is „Von og bjartsýni eru einnig verðmæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁKVÆÐ FRÉTT.

 

 

529944

 

 

Þar kom að því,

að Mogginn birtir hérna eitthvað jákvætt sem er að gerast

hérna þessa síðustu og verstu daga og mánuði.

Það var alveg kominn tími á smá birtu inn í okkar neikvæða,  niðurdrepandi

og svartsýnishjal,  sérstaklega hjá fjölmiðlunum.

 

 

Já takk, 

 meira af góðum fréttum, 

 sem lyfta okkur upp úr svartsýni og bölmóði.   


mbl.is Hefja framleiðslu í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STEFNUM Á, AÐ ALLIR EYJAMENN VERÐI KOMNIR Í STÚKU, ÁRIÐ 2012.

 

 

 

IMG_6152

 

 

Nú er rætt um svokölluð "stúkumál" hérna í Eyjum.

Reyndar hefur  komið fram,   að aðeins einn af sjö bæjarfulltrúum hér Eyjum,

hefur tjáð sig um málið  sjálfur bæjarstjórinn okkar,  Elliði Vignisson.

Samkvæmt hans skrifum virðist nær útilokað að svo komnu máli,  að bæjarstjórn

Vestmannaeyja muni koma þar að málum,  allavega hvað peningana varðar.

Í grein sinni fullyrðir bæjarstjóri að bæjaryfirvöld vilji ekki taka þátt í byggja

60 milljóna króna stúku.

 

 

Þar höfum við það og væri fróðlegt að vita, hvort þetta speglar afstöðu hinna sex

bæjarfulltrúann,   einnig!

En það telst ansi harkalegt, að mínum dómi, 

 að bæjarstjórinn okkar skuli vera svo einstrengingslegur

gagnvart þessu svokallaða stúkumáli.

 

 

Þess vegna að mínum áliti,

verðum við bæjarbúar að snúa bökum saman, safna liði og hefja einhverskonar

framkvæmdaráætlun í máli þessu.

 

 

 

T.D.  er ég ekki í neinum vafa um,  miðað við það sjálfboðastarf sem tíðkast hér á

ári hverju fyrir þjóðhátíð okkar Eyjamanna,  að við gætum fengið marga til að

leggja vinnu í að byggja  nýja stúku.

Peningahlið málsins verður erfiður hjalli,  en ekki ókleifur.

Þar kemur mér í hug,  að menn kaupi sér sæti og geti fengið að borga það á

einu til tveimur árum.

 

 

 

 

Auðvitað segja margir, 

 að margt sé nú þarfara en það að leggja peninga í stúku inn

við Hásteinsvöll og nýbúið að byggja myndarlegt knattspyrnuhús.

Staðreyndirnar tala samt sínu máli,

sem eru þær,  að eftir næsta sumar verðum við að leika heimaleiki okkar á fasta

landinu.

Ég vil ekki trúa öðru heldur en það, að bæjaryfirvöld komi til sögunnar,

þegar á hólminn er komið og framkvæmdir eru hafnar á myndalegri stúku.

 

 

 

 

 

Við Eyjamenn erum ekki þekktir fyrir vol eða víl svona yfirleitt, og eitt er víst eins og

bæjarstjóri vor segir, "KSÍ stjórnar ekki uppbyggingu í Vestmannaeyjum,"

en hitt er svo alveg víst,

  að sá sem þetta blogg ritar,

mun ábyggilega leggja sitt að mörkum að þetta brýna verkefni okkur,  verði ÍBV 

og bæjarfélaginu til sóma, bygging yfirbyggðrar stúku inn við Hásteinsvöll,

næsta sumar.

 

ÁFRAM ÍBV.


HÚS Í HIMNARÍKI ERU MEÐ STRÁÞAKI ?

 

 

jan07_040

 

 

Nú hugsa Eyjamenn og aðrir þeir,  sem lesa fyrirsögn þessa bloggs,

jæja,  nú er karlugglan hann Keli búinn að tapa glórunni!

 Nei,  kannski ekki alveg,  því fyrir ári síðan bloggaði ég hér á síðunni um draum,

sem mig dreymdi og bar yfirskriftina;

"Fékk ég að skyggnast yfir í annan heim?

Þar segi ég frá ferð minni til himnaríkis og hvað ég sá og upplifði þar.

Að vonum var ég auðvita ekki alveg viss í minni sök,  að ég hefði raunverulega

komist yfir í annan heim,

en nú er ég ekki lengur í neinum vafa um það,eftir að hafa lesið nýútkomna bók sem

heitir Sumarlandið,  og lýsir andláti og

endurfundum látins fólks í gegn um miðil.

Í draumi mínum sem ég sagði áður frá kemur fram að ég ferðaðist með "apparati"

eins og ég kallaði það í blogginu og var kassalaga og með tækjum, 

sem ég ekki bar skyn á og annar stjórnaði.

Með þessu "apparati" flaug ég á annan stað frá staðnum sem ég kom fyrst á,

en þar þóttist ég geta náð fundi foreldra minn.

Það skynjaði ég í draumi mínum að foreldra mínir byggju í nýju húsi og það sem mér

þótti skrítnast og svolítið ankanalegt, þegar ég vaknaði og fór að hugsa um drauminn,

 að þá var húsið þeirra með

stráþaki. 

 

 Nú vík ég sögunni að bókinni,  Sumarlandið þar sem miðill ræðir við,

Svein nokkurn Sveinsson,  sem lést árið 1992.

Þar segir Sveinn frá ferðamáta þeirra í Sumarlandinu (himnaríki)!:

Gangandi ? Nei ! Við erum ekki á hestum.

Við förum bæði gangandi og svo

"förum við stundum í einskonar þyrlu. Þeir skutla okkur. "

Í framhaldi af þessu segir svo Sveinn frá,  að hann hafi byggt sér hús,

og segir svo:

 

Mér hefur stundum dottið í hug,  að það gæti verið gott að fá járnplötur til þess,

að setja á þakið!

Nei!  Það er lagt með vissum gróðri á þakið.

Það er eiginlega laufblöð.

Þessi stóru blöð vaxa hérna í vötnunum inni á hálendinu.

Svo lætur maður þau liggja í sólinni dálítinn tíma,

þangað til þau hafa þornað.

Þá er þeim raðað á þakið og það rennur af þeim.

Og þá kemur næst,  svo þetta virkar eins og bárujárn.

Þar hafið þið það, 

 eins og ég sá í draumi mínum var  þakið á húsi

foreldra minna, með stráþaki,   eins undarlegegt og fáranlegt, sem mér fannst það í

draumnum.

Hvernig í ósköpunum  gat ég vitað þetta,  hvernig þeir ferðast ogsérstaklega,

að þeir í Sumarlandinu eru með stráþök

 á húsum sínum!

En núna er þetta fyrir mér,

 bláköld staðreynd og ekki lengur neinn vafi í mínum huga,

að,

ég fékk að skyggnast inn í heim þeirra látnu.


VERKAMAÐURINN VILL MEIRA, EN VERA ÞRÆLL SAMFÉLAGSINS.

 

 

451472

 

 

Þegar fátækur verkamaður fer fram á hækkað kaup eða styttan vinnutíma,

þá er það ekki nein ruddaleg heimtufrekja í eðli hans sem knýr fram slíka kröfu,

heldur kannski sú einfalda og heilbrigða ósk að geta komist með konuna sína og

börnin út í sólskinið til þess að sjá blómin og heyra fuglana syngja- það er með öðrum

orðum þráin eftir lifandi fegurð.

Hverjum einasta allsgáðum og óspilltum manni hlýtur að hrjósa hugur við að sóa heilu

lífi í andlaust brauðstrit eða jafnvel örvæntingarfulla leit að slíku

brauðstriti- í brjósti hans er lítil klukka sem kallar á eitthvað æðra:

hljóða innlifum í náttúruna eða andlegt samlíf við annað fólk.

Jafnvel hinn fátækasti vesalingur er gæddur ástríðufullri löngun til að taka þátt í hinu

mikla sköpunarverki tilverunnar.

Hann hatar að vera launaþræll á friðartímum,

atvinnuleysingi á krepputímum,  manndrápari á stríðstímum.

Hann vill öðlast sína eðlilegu hlutdeid í allsnægtum jarðarinnar og verða herra síns

lífs í friðsamlegu samfélagi við alla menn.

Hann vill fá að þjóna framvindu lífsins og fegurð- verða skapandi andi:

vísindamaður listamaður.-

                                                  Jóhannes úr Kötlum.   VINARSPEGILL.


mbl.is Funda á ný eftir tvær vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐREYNDIR LÍFSINS.

 

 

uppbo%F0-39-027
Jesús ræðir við stuðningsmenn sína.

 

 

Jesús var það ljóst, 

 að hversu vel sem gengi með félagsstofnun á grunndvelli

sameiningar,

þá gat sá flokkur aldrei haft skilyrði til að bæta neyð fjöldans,

meðan hann hafði ekkert vald yfir afli  þeirra hluta sem gjöra skal.

 

 

Þetta hafa allir hugsjónamenn mannkynsins rekið sig á,

svo framarlega að þeim hafi verið hugsjónastarf sitt eitthvað annað og meira en

daður í tómstundum,

rétt til að reka í burtu tómleika borgaralegs iðjuleysis.


mbl.is Mikil reiði meðal S-Kóreumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband