Færsluflokkur: Dægurmál

ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTURINN VAR BUNDINN VIÐ REKKVERKIÐ.

 

 

img044
Landtaka á Landeyjarsandi.

 

 

Nú styttist  óðum í,

  að Eyjamenn og aðrir geta ferðast á milli Landeyjarsands og Heimaeyjar,  en á

mun auðveldari máta og þægilegri en myndin hér fyrir ofan sýnir.

 

Fyrstu ferðir milli Stokkseyrar og Eyja hófust árið 1940 og voru það heiðursmennirnir

Jón Sigurðsson lóðs og Sigurjón Ingvarsson Skógum,

sem voru upphafsmenn þeirra ferða.

 

show_image
Sigurjón Ingvarsson var 14 sumur í Stokkseyrarferðunum.

 

Í bókinni "Öruggt var áralag" segir Sigurjón frá ferð á þessum árum,  sem var í

tengslum við þjóðhátíð okkar Eyjamanna.

Þá eins og nú, 

voru menn  stundum svolítið "puntaðir" og þótti ekkert tiltökumál.

En í einni ferðinni þurfti Sigurjón að "tylla" manni,

svona til öryggis eins og hann orðaði það:

 

Hann kallaði til mótoristans og bað hann  að ljá sér spotta.

Mótoristinn brást hart við eins og hans var von og vísaog svo bundum við piltinn

við rekkverkið fram á og fór þá nú fljótt að slævast úr honum ofsinn. 

 

 

 

Alvarlegra atvik kom fyrir seinna.

Þá skall hurð nærri hælum á leið til Þorlákshafnar á m/b Gísla Johnsen:

 


Það var logn,  en nokkuð brim í sjó.

Tveir farþegar voru fullir.

Allt í einu steyptist annar þeirra fyrir borð.  Við snúum bátnum og erum tilbúnir

með hakann.

Þá kallar mótoristinn  sem var Kjartan Gíslason,  seinna fisksali:

Hitt helvítið er farið líka!

Láttu djöful eiga sig á meðan,  kallaði ég og rétt í því náðum við þeim fyrri og

vippuðum honum niður í lúkar.

En ég er ekki alveg viss um,  að við höfum tekið neinum silkihönskum á honum.

 

Hinn maðurinn mun hafa ætlað að ná í bjarghring fyrir félaga sinn,

en steyptist þá sjálfur fyrir borð.

Hann var í kuldaúlpu og kom eins og belgur upp af úlpunni þar sem hann maraði í

sjónum.

Við lögðum svo að honum og hann var dreginn upp líka.

 

Nokkrum dögum seinna hitti Sigurjón skipstjóri annan þeirra félaga í Þorlákshöfn.

Þá sagði hann:

Það ætla ég að biðja þig um  Sigurjón,  að taka  aldrei á mér eins og þú gerðir

um borð í Gísla Johnsen um daginn.

Já það var harka í þessu,  en það dugði ekki annað,

segir Sigurjón Ingvarsson hér að lokum.

Á þeim fjórtán árum sem Sigurjón var í Stokkseyrarferðum urðu þær alls 730,

og farþegar samtals 23.000.

 

Ég sem þetta rita fór  með Gísla Johnsen á þessum árum frá Stokkseyri og til Eyja.

Sú ferð er mér minnisstæð vegna þess,

 hversu illt var í sjó og ég mikið sjóveikur.

Jóni Björnssyni frá Gerði hefur sjálfsagt ekki þótt mikið til koma sjólagið, en hann var

þá háseti á Gísla Johnsen.

Alla leiðina heim til Eyja ældi ég sem múkki og mest af því fór í skolpfötuna,  sem

staðsett var við eldavélina.

Jón í Gerði hjálpaði mér í vesaldómi mínum,

hélt um enni mér og lét mig hafa votan klút til að þurrka mér um munninn og svitann,

sem út á mér spratt.

Það má segja,

 að hann Jón Björnsson frá Gerði,

 hafi hugsað um mig sem móðir í þessari ferð.

Ávallt hefi ég verið honum þakklátur fyrir umhyggju hans og

drenglyndi í umkomuleysi mínu,

fyrir rúmlega hálfri öld síðan.

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


EYJAMENN ERU HRÆDDIR VIÐ AÐ TJÁ SKOÐANIR SÍNAR ?

 

522711A

 

Sæl og blessuð verið þið,  sem þetta lesið.

Nú hefur liðið nokkur tími frá því ég skrifaði stafkrók á bloggsíðuna mína.

Það, 

að ég ræðst í að skrifa  smá pistil einmitt núna eru skilaboð, sem ég  fékk í

morgun frá bloggvini mínum.

Þar sem umræddur bloggvinur segir ekkert um það,  að ekki megi um hans skilaboð

ræða opinberlega,  ætla ég að taka mér það bessaleyfi og gera því smá skil hérna.

 

Skilaboðin frá honum hljóða þannig:

 

Kæru bloggvinir, 

 ég hefi ákveðið að læsa síðunni hjá  mér,

það er aðallega út af hræðslu við að fá ekki vinnu hér í Eyjum.

Við búum í svo litlu samfélagi og atvinnurekendur hér eru nokkuð harðir í horn

að taka.

Ég hefi orðið var við það,  að bloggið mitt hefur gert usla víða hér í bæ,

meira að segja upp á bæjarskrifstofum.

 

Þetta er dapurleg og um leið háalvarleg reynsla,  sem bloggvinur minn 

telur sig hafa orðið fyrir hérna  í Eyjum.

Að verða fyrir því að fá ekki vinnu fyrir það eitt að segja sínar skoðanir minnir mig á,

þegar faðir minn sagði mér frá baráttu verkafólks hér í Eyjum í

 "gamla daga".

Menn sem tóku virkan þátt í kröfugöngum og kröfðust hærri launa og betra

lífs, 

 voru oftar en ekki settir hjá,  þegar þeir báðu um þá litli vinnu,

 sem  bauðst á árunum áður,  vegna pólitískra skoðana og þátttöku sinnar 

í baráttu  verkalýðsfélagana hér í Eyjum.

 

En eitt verð ég að láta fram koma,  sem varðar mig sjálfan og það er það,

að þrátt fyrir sterkar skoðanir mínar  bæði hvað varðar pólitík og annað það,

sem efst hefur verið á baugi á hverjum tíma hefi ég, 

aldrei, aldrei orðið var við né orðið fyrir barðinu á,  hvorki atvinnurekendum né

bæjarstjórn þessa bæjarfélags,  að ég tel.

 

Samt er það svo,

 að þetta viðhorf sem fram kemur í skilaboðum bloggvinar míns,  hefur örlað á

 hjá mönnum sem ég hefi rætt við undanfarið, en ég hitti  og ræði við fjölda fólks á

degi hverjum.

  Þegar talið  berst að bæjarstjórnarkosningunum  í vor og hvort menn

séu ekki farnir að íhuga framboð,  virðist svo,

að enginn  sé tilbúinn í þann slag. 

Að taka þeirri áhættu að missa" spón úr aski sínum",

eða á annan hátt verða fyrir óþægindum frá samfélaginu með þátttöku í

bæjarmálapólitíkinni hérna í Eyjum virðast menn ekki tilbúnir í.

Ég spyr mig og aðra í lokin:

Getur verið,  að einhver flugufótur sé fyrir hræðslu íbúanna hér í Eyjum 

við það eitt,

að tjá sig og hafa skoðanir ?

Ef satt reynist er þessu bæjarfélagi veruleg hætta búin og öllum þeim,

sem hér búa.   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


SKOLLALEIKUR ?

 

 

74c79faa-cc36-4fa0-84a5-ca22272c731f

 

Ég verð bara að segja það um þessa fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu,

að hún er meir en lítið skrítin og algjör skrípaleikur.

Það er mér óskiljanlegt að ríkisstjórnin skyldi ekki blása hana af með því að draga lögin

til baka.

Það,  að segja um þessar kosningar  að þær sýni umheiminum hvað við búum við

mikið víðsýni og lýðræðisást er aðeins til þess eins að berja í  bresti flokka hjá

þeim pólitíkusum, sem  kenna sig mest við

Sjálfstæði og Framsýni.

  

 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚLFUR Í SAUÐARGÆRU ?

 

 

200px-Xbmerkiliturheiti

 

Þarf nokkur að velkjast í vafa við hvern er átt,

þegar fjármálaráðherra talar um einhverja í liðinu sem ekki vilja semja?

Það hefur verið kristaltært í augum flestra í langan tíma, 

 að formaður Framsóknarflokksins vill greinilega að ekkert gerist og

þá sjálfsagt í von um að ríkisstjórnin gefist upp á rólunum,  fyrr en seinna.

Vonandi er það nú svo,

að forlögin geri  landi okkar og þjóð ekki þá gráglettnu skráveifu,

að leiða Framsókn aftur til valda.?

 

 

 


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÓRN LÍTILMAGNANS ?

 

 

P1010312
Azíta,  má afi fá smá ?

Í sumar fór ég í heimsókn til dóttur minnar og tveggja barnabarna, sem búa í

  Östersund í Svíþjóð.

Ég var svo ljónheppinn að renniblíða var og 20 gráðu hiti uppá hvern dag.

Að ég núna fer að impra á þessu góða fríi í sól og sumarblíðu og góðu yfirlæti hjá

stelpunum mínum í sumar er bara einfaldlega vegna þess,  að mér finnst

svartnætti og neikvæðni allsráðandi í okkar ágæta þjóðfélag nú um stundir.

Það reynir svo sannarlega á, 

 þegar fólk kemur fram í fréttaaukum og upplýsir okkur um það,

  að það eigi ekki lengur málungi matar.

Margir hafa misst vinnuna sína og við það að lenda  á götunni vegna þess að

enginn aur er til, 

 að borga af íbúðinni.

Svo eru fréttatímar  fullir af fréttum af mönnum sem glutrað hafa milljónum og

milljörðum undanfarin ár

og þessir gaurar virðast sleppa með það án þess að greiða krónu til baka,

samanber t.d. Finn Ingólfsson.

Á meðan er þjösnast á venjulegum Jóni og Gunnu í þessu landi og

þau mega borga sínar skuldir upp í topp.

Það virðast lítið fara fyrir  mannlegheitum stjórnvalda,  þrátt fyrir að topparnir

segi okkur,

 að unnið sé hörðum höndum á öllum vígstöðvum til bjargar alþýðu manna.

Það skal engan undra það, 

að ég íhuga það af fullri alvöru að nú sé komið nóg

og best sé að verja ellinni í Svíaríki?

   

 

 


MARKLAUS OG MAKALAUS KOSNING.

 

 

511529

 

Auðvitað er þjóðaratkvæðagreiðslan  marklaust, það er rétt og satt sem Jóhanna

segir og þess vegna alveg makalaust að ríkisstjórnin

skuli ekki,

seinna en núna slá af þessa sýndarmennsku.

Í ofanálag er þetta rándýr framkvæmd

 og mætti spara þarna um 200 millur.

 


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAGURINN Í DAG.

 

 

150px-Zinnia_elegans_with_Bombus_01

 

Nú er úti veður vont og ástæða því ærin,  að vera svolítið á hlýlegu nótunum í

myndavalinu.

Líklegast þykir mér,  að flestir hérna í Eyjum hafi haldið að við værum sloppin fyrir

horn,  hvað veturinn og snjóinn áhrærir.

Nú sit ég hérna heima og les mér til skemmtunar,  en minn uppáhalds höfundur

er meistari Þórbegur Þórðarson. 

 

Skemmtilega kemur hann inn á persónuleikann og það sem við í dag höfum

svo ljóslega fyrir okkur dag hvern af gjörðum okkar mannanna.

Hann talar um "strefið" sem hrjáir alltof marga og gerið það að verkum,

að okkur líður illa.

Í "strefinu" fellst, 

 þegar menn sækjast eftir því að komast til valda, vera dýrkaðir af

fólkinu sem þingmenn,  ráðherrar,  forstjóra,  stóreignamenn og annað því um líkt.

Svo eru þeir sem keppa eftir að verða frægir.

Þeir leggja mikið kapp á að ná langt í íþróttum, í tískuheiminum, skrifa bækur,

möndla óperur,  svo eitthvað sé nefnt.

Allt stafar þetta  segir Þórbergur,  og þar er ég honum sammála af vöntun í manninn,

einhverju andlegu tómi sem er verið að "strefa" við að fylla,  en það skrýtna er það,

að tómið fyllist aldrei og maðurinn er í raun og veru jafn tómur og jafn vesæll að

vegarlokum sem í upphafi leiðarinnar.

 

Áfram segir meistarinn, að þetta sé eitt af því skrítna við lífið.

Tómið verður aðeins  fyllt með því að losa sig við "strefið", við að fylla tómið.

"Strefið" á rætur sínar í persónuleikanum.

Hann er hnútarnir í sálarlífinu,  þegar menn hafi leyst hnútana,

ljóma þeir eins og fagurt ljós.

 

 

"Nú vendi ég kvæði mínu í kross og hugleiði aðra hlið á okkur mannfólkinu

og ég spyr sjálfan mig,

 hvort sál mín sé eins einmana og  hugur minn?

Er hún jafnvel vanræktari?

Hvenær gerðist það  að sál mín tjáði sig síðast?

Hvenær gerðist það síðast að ég grét af gleði?

Hringdi í einhvern, 

 heimsótti og tjáði viðkomandi ,  að mér þætti vænt um hann eða

hana?

Dansaði í rigningunni,  eða snjónum?

Bakaði pönnukökur,  reyndir að yrkja ljóð,  málaði mynd,  söng í baðinu?

Gerði við eitthvað sem var bilað?

Kyssti lítið barn?

Gekk uppá fjall?

Strauk kettinum, eða hundinum sem á leið minni varð?

Synti nakinn?

Fór á fætur við sólaupprás,  eða horfði á stjörnurnar?

Talaði í trúnaði við náttúruna?

Leitaði til Guðs?

Hvenær gerðist það síðast að ég sat í þögninni og skoðaði mín innstu djúp,

sálar minnar?

 

Kannski ættu fleiri að hugleiða það sem ég hefi hér á borð  borið

og reyna að gera betur í dag, 

 en í gær.

Það er einmitt það,

 sem ég  ætla mér að reyna eftir bestu getu.

 

 

 

 

 

 

 


ER BÆJARSTJÓRN AÐ MISMUNA STARFSSTÉTTUM Í VESTMANNAEYJUM ?

 

 

P1010092
Heimaklettur, olíumálverk eftir Gísla Þorsteinsson frá Laufási Vestm.eyjum.

 

Það vakti mér nokkurrar undrunar,  þegar ég sá í vikunni ályktun,  sem var samþykkt

af öllum bæjarfulltrúum Vestmannaeyjabæjar,  sem hljóðaði í stuttu máli þannig:

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur ríkisstjórn Íslands til að

láta af áætlun um afnám sjómannaafsláttar.

 

Ég vill taka það strax fram,  að ég er enganveginn mótfallinn þessari ályktun

bæjarstjórnarinnar hér í Eyjum, heldur finnst mér hún af hinu góða.

En það sem útaf stendur  í mínum huga er það,  að bæjarfulltrúar okkar

ættu að láta alla,  já alla launþega njóta sama stuðnings og sjómenn fá með ályktun

bæjarfulltrúanna hér í Eyjum.

Er það ásættanlegt að kjörnir fulltrúar allra bæjarbúa setji sig í dómarasætið og

ávarði hvaða stétt er mikilvægari en hver önnur?

 

Í ályktuninni kemur einnig fram,  að rétt sé að benda á að með sjómannafslættinum

sé verið að sýna sjómönnum heiður  sem störfum þeirra ber.

Ég sem þessar línur rita hefi búið hér í Eyjum í heilan mannsaldur  og tekið þátt í

margvíslegum störfum, þó ekki sjómennsku og ber engan kinnroða fyrir því sem ég 

hefi lagt til

Vestmannabæjar og þjóðarbúsins þrátt fyrir að bæjarfulltrúar hafi ekki gengi fram fyrir

skjöldu og ályktað um það,  að mínar tekjur skuli fá friðhelgi fyrir skattayfirvöldum.

 

Ég man það ekki svo gjörla en  minnist þess samt ekki í svipinn að s.l.sumar, eða 

nánar til tekið þann 1.júlí,  þegar vegið var æði

óþyrmilega að ellilífeyrisþegum  og öryrkjum í þessu landi,  að þá hafi komið  sérstök

ályktun frá bæjarstjórn Vestmannaeyja,  sem mótmælti skerðingum sem

öryrkjar og ellilífeyrisþegar máttu þá taka á sig,

strax.

Enginn aðlögunartími var gefinn eins og  stjórnvöld ætla að gera með afnám

sjómannafsláttarins,  sem á að verða í áföngum.

 

" Það er svo allt önnur Ella"

að ég ásamt  bæjarfulltrúum Vestmannaeyja mótmæli því harðlega, 

 að umsamin réttindi sjómanna séu af þeim tekin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


SIGMUNDUR HINN SVARTSÝNI.

 

 

default

 

Nú er mér öllum lokið.

Og hversvegna í ósköpunum skyldi nú á því standa?

Jú,  annan eins neikvæðispúki og Sigmundur Davíð er,  mun vera vandfundinn á

Íslandi í dag.

Held satt að segja að framsóknarformaðurinn hafi aldrei haft áhuga á

niðurstöðu í Icesave-málið og einmitt núna,  þegar glæta virðist framundan

í málinu,  opinberast það að fullu.  


mbl.is Vill skoða tilboðið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMGÖNGULEYSI MILLI EYJA OG LANDS FYRIR TVEIMUR ÖLDUM.

 

 

img016

 

Annáll 19. aldar er bók sem innheldur ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt frá liðinni tíð.

Nákvæmlega fyrir tvöhundruð árum, 

 eða árið 1810 segir frá árferði á því nýbyrjaða ári.

Veturinn góður um eystri hluta Norðlendingafjórðungs,  þyngri um Skagafjörð,

erfiður í Húnaþingi og því framar er sunnar kom.

Gjörði peningsfelli í Árness- og Rangárvallasýslum og um Austurland.

Vorið árið 1810 mátti kallast gott.

Haustið rigningarsamt og síðan hart til jóla en góð hláka undir árslok.

Fiskafli góður um vorið undir Jökli og í flestum veiðistöðum syðra;

var því mikið af fiski flutt norður um sumarið.

Greinilegt er af lýsingu árferðis ársins 1810,  að það hefur árað prýðilega til lands og

sjávar.

Svo segir hér frá þann 9. september hafi Halldór Jakobsson fyrrum sýslumaður í

Strandasýslu látist.

Honum var árið 1757 veitt Vestmannaeyjasýsla.

Þegar hann var sýsli í Strandasýslu var honum vikið frá embætti 1764 út af fangahaldi

Eyvindar útileguþjófs,  konu hans Höllu og Halldóri Ásgrímssonar er öll struku.

Ég velti því fyrir mér hvort þessi umræddi Halldór geti verið forfaðir

Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi Framsóknar formanns,  allavega kæmi það nú

ekkert sérstaklega á óvart,  eða hvað?

Svo segir hér frá að prestar dóu þetta ágæta ár 1810,  því þeir geta dáið líka eins og

annað fólk?

Nú,  þann 10. september þetta ár lést séra Jón Arason prestur að Ofanleiti í

Vestmannaeyjum, 30 ára, útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1801,  vígður

aðstoðarprestur föður síns 1805 og fékk það brauð 1809.

Þá er hann dó,

var gæftaleysi svo mikið,  að ekki varð komist til lands,

og kom þá Bjarni bóndi þar í eyjunum bréfi í stokk er bar lát hans til lands.

Núna árið 2010 tvö hundruð árum seinna gera menn hér í Eyjum sér vonir um,

að ferðir í Eyjafjallasandinn verði allt að sex á hverjum degi og sýnir hversu mikil

bylting hefur orðið á samgöngum

 milli lands og Eyja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 250387

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband