Færsluflokkur: Dægurmál
16.6.2010 | 13:53
ENGINN AKI UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS.
Èg sem thetta rita hefi gert mig sekan um ölvunarakstur, en var heppinn
ad ég slapp vid ad verda fyrir eda valda slysi á ödrum.
Samt gerdist thad stundum ádur fyrr, ad ég ók med börnin mín ung og var thá alveg á
skallanum, eins og sagt er.
Ábyrgdarleysid hjá mér var algjört, og bara Gud og lukkan sem komu í veg fyrir
ad ekkert slämt gerdist.
Thessvegna hvet ég alla,
ad hugsa sig tvisvar um, ádur en their reyna akstur, eftir ad hafa drukkid áfengi.
Í dag fä ég mikinn móral thegar ég hugsa til thess, hversu allt of oft ég ók undir
áhrifum áfengis og afleidingarnar geta ordid hrikalegar.
Ók drukkin og endaði í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2010 | 17:16
YNDISLEGA EYJAN MÍN.
Nù er èg kominn til Svìþjòðar og dvel hèrna ì gòðu yfiræti hjà dòttur
minni,barnabôrnum og tengdasyni.
Fyrsti dagurinn hèrna ì Svìarìki hefur verið alveg fràbær, enda dekrad vid gamla
manninn út í eitt.
Thid verdi ad fyrirgefa thad, ad ég skuli nota sånsku leturgerdina, thví ég er svo
lengi ad finna réttu stafina med íslensku stafagerdinni.
Ekki tharf madur nema rúmlega dagsdvöl erlendis, thegar thjóderniskenndin
í manni blossar upp, og thá sérstaklega ad vera Vestmannaeyingur.
Hér er gott vedur í dag, sól en ekki mjög hlýtt ennthá.
Thrátt fyrir sólina úti sleppir madur thví ekki ad horfa á HM í fótbolta, sem er audvitad
ómissandi fyrir fótboltasjúkan mann, eins og ég er.
Nú er klukkan hér ad stadartíma sjö, thannig ad nú verd ég ad håtta í bili.
Dóttirin er med lax í kvöldmatinn og manni verdur hugsad til nåsta leiks ÍBV,
sem verdur á KR vellinum, thá er eins gott ad sýna styrk laxins og yfirstíga
allar hindranir ad marki andstådinganna í Kapplaskjólinu á sunnudaginn.
Lifid heil og áfram ÍBV.
Ps. Gott ad sjá, ad ÍBV fáninn hefur verid í gódum höndum í leik, ÍBV-Fylkir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 17:02
Á SJÓ FYRIR RÚMLEGA HÁLFRI ÖLD SÍÐAN.
Til hamingju sjómenn með daginn.
Það er nú þannig, að þrátt fyrir að ég sé fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum,
þá fer frekar lítið fyrir sjómennsku í lífi mínu.
Annað en hann langafi minn frá Landakoti, sem réri við sama keip í ein 40 ár á
áraskipinu Gedion og þá lengst af með Hannesi lóðs,
sem skipstjóra.
Ég væri að skrökva því, að segja að ég hafi ekki unnið fyrir mér til sjós,
Því árið 1958, þegar ég var fimmtán ára fór ég norður á síld með Sigurði Ögmundssyni
frá Litlalandi á Ísleifi lll.
Galvaskur Keli árið 1958.
Éf ég man rétt þá var aflinn eftir tveggja mánaða úthald, 14oo mál og tunnur og
þótti nú ekki mikil veiði.
Þetta var nokkuð erfitt fyrir 15 ára ungling, en hringnót var notuð og var ansi
erfitt að tosa nótinni inn.
Nokkrir af áhöfn Ísleifs lll í sgrúðgarði þeirra Akureyringa. Frá vinstri,
Hreinn Pálsson Happastöðum, Jón Ögmundsson
Litlalandi, Sigurður Ögmundsson Litlalandi, og
Þorgils frá Fagurhól.
Lífið um borð var frekar einhæft og lítið um að vera, nema þegar út á miðin var komið.
Þannig, að einn skipverjinn sem var þetta sumar á Ísleifi hélt uppi húmornum,
eins og sagt er.
Marinó Sigurbjörnsson grínari.
Eitt af því sem ég gerði á þessu úthaldi,
var að ég drakk mig dauðadrukkinn og því miður hefur sá ósiður loðað við mig síðan.
Árið 1988 átti ég kost á að fara í siglingu og var það með góðum vini mínum
Ólafi Erni Kristjánssyni, sem þá var yfirvélstjóri á flutningaskipinu,
Hvalvíkin.
Ég var ráðinn sem maskínumaður og varði þetta úthald í þrjá mánuði 1988.
Nokkrir af áhöfn Hvalvíkurinnar á sjómannadag árið 1988.
Við félagarni fremstir Óli til vinstri og Keli til hægri.
Þessi sigling var eins og ég segi í dag, sigling í kjölfar hennar Tyrkja-Guddu.
Við fórum um borð í Hvalvíkina á Eskifirði og sigldum sem leið lá til Alsír.
Borg, sem er aðeins innar í botni miðjararhafsins, borgar sem heitir Skikda.
Farmurinn var loðnumél í stóru sekkjunum.
Keli í vélarrúmi Hvalvíkurinnar.
Þannig að ég get sagt, að ég hafi "migið í saltan sjó".
Kannski mun ég gera þessari sjómennsku minni ítarlegri skil,
en það bíður betri tíma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 21:02
HIN GLÆSTA VON SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ?
Að heita Guðlaugur Þór, eða Gísli Marteinn í dag er ekkert spaug, en blessaðir
strákar mínir látið það ekki trufla ykkar sterku hlið, að gera betur en allir aðrir í,
að styrkja sig sjálfan.
Þetta er ekkert annað en öfund annarra, þegar þið, sem eruð "sverð og skjöldur"
flokksins og bjartasta von okkar íslendinga á komandi tímum, þegar þið náið slíkum
árngri til styrktar ykkar góðu hugsjónum.
Látið ekki deigan síga fyrir rætnum tungum, herðið upp hugann og haldið endilega
áfram að starfa fyrir "flokkinn" og aulana sem geta ekki státað af glæstum sigrum
sem þið,
í prófkjörskosningum fyrri ára.
Ég bið ykkur drengir mínir þess lengstra orða, sitjið á strák ykkar og segið ekki af
ykkur í næstu framtíð.
Í lokin sendi ég,
sem er aðeins "armur maður" ykkur til styrktar og hvatningar
hérna smá kveðling eftir
Ólaf H. Símonarson:
Ég fæ það sem ég á skilið.
Ég á skilið það sem ég fæ.
Ég skil ekki það sem ég fæ.
Ég fæ það einfaldlega.
Þess vegna hlýt ég að eiga það skilið
af því ég fæ það.
Ég skil ekki
hvers vegna aðrir fá það ekki líka.
Það hlýtur að vera af því að þeir
eiga það ekki skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2010 | 17:47
TVEIR ÓLÍKIR BORGARSTJÓRAR ?
Þegar núverandi borgarstjóri Reykjavíkur settist í þann ágæta stól,
var almannarómur sá að hann-hún væri með afbrigðum spör á brosið og
og barasta leiðinleg.
Svo gerðist það sem fáir bjuggust við, að mikill viðsnúningur varð á framkomu allri,
og auðvitað þeim myndum sem teknar voru, sem sýndu nú allt aðra hlið á
borgarstjóranum.
Því hann-hún birtist ekki svo, okkur landsmönnum en skælbrosandi, ljúf og viðfelldin,
að virtist.
Þessvegna er það stóra spurningin, hvort að væntanlegur borgarstjóri,
sem þykir nokkuð skemmtilegur og ljúfur að sjá,
muni "turnast" og verða með afbrigðum leiðinlegur og spar á brosið.
Spennandi verður að fylgjast með framvindu mála?
Jón Gnarr verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2010 | 21:39
AÐ VERA LANG- BESTI FLOKKURINN.
Jæja,
nú eru bæjarstjórnarkosningarnar að baki og eftir því sem manni skilst
af formönnum flokkanna, þá eru bara allir sigurvegarar og í sjáfum sé litlu við það
að bæta hjá þeim.
Frá mínum sjónarhóli, sýnist mér fólk vera hvað helst að senda vinstra settinu
gula spjaldið.
Krafan er auðvitað sú frá fólkinu,
að þrátt fyrir að félagi Steingrímur tönnlist sí og æ á hruninu og hvað allt sé erfitt
hjá honum með það sem þau fengu upp í fangið frá íhaldinu og framsókn,
þá er það ekki lengur marktæk
afsökun hjá skötuhjúum stjórnarinnar,
að björgunin sé handan hornsins,
því fókið barasta trúir því ekki lengur.
Þar af leiðir,
hefur flótti brostið á í liði vinstri manna og þeir eru svo sannarlega
taparar í þessum kosningum.
Hérna í Eyjum halda sjálfstæðismenn meirihluta sínum og geta nánast gert það sem
þeim sýnist og því miður hafa þeir verið sakaðir um að vera of neikvæðir gagnvart
því sem aðrir hafa lagt til málana.
Þess vegna er það ráð mitt til þeirra, svo og fulltrúa V-listans,
að kynna sér eins og þeir kalla það hjá Besta flokknum;
aðgerðaáætlun Besta flokksins: Allskonar fyrir Reykjavík!
Til þess að festast ekki í skýjaborgum og sigurvímu, að kosningum loknum
skora ég áfulltrúa sjálfstæðisflokksins hérna í Eyjum, að kynna sér það sem Bf hefur
fest á blað,
því þá eiga þeir mikla möguleika,
við næstu bæjarstjórnarkosningar,
árið 2014.
Það var góð lexían,
sem hann Guðmundur Steingrímsson framsóknarmaður sendi formanni sínum í dag
og mætti formaður sjálfstæðisflokksins einnig af því læra.
En Guðmundur sagði Sigmund formann sinn, bæði einstrengilegan og tillitslausan,
sem væri með nefið uppi í skýjunum og í engum tengslum við fólkið í landinu,
þessvegna hefðu framsóknarmenn ekki riðið feitum hesti frá þessum kosningum.
Það er einmitt þannig líka, sem ég túlka kosningaúrslitin,
að pólitíkusarnir eru á annarri bylgjulengd og stunda það að
vera með innantóma frasa og leiðinlegheit, sem enginn nennirað hlusta á, eða þá að
fólk nær engum þræði í því sem þeir eru að segja.
Það var einmitt andhverfa þessa, sem Bf sýndi af sé í þessum kosningum,
þessvegna er hann sigurvegarinn.
Dægurmál | Breytt 31.5.2010 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 14:41
D-LISTINN Í VESTMANNAEYJUM ER FALLINN ?
Nú nú, hvað er nú á seiði þarna í Eyjum í dag?
Enn og aftur hefur Sjálfstæðisflokkurinn tvo njósnara í kjördeildum hér á
kosningadag.
Þegar ég mætti á kjörstað til að kjósa áðan,
sátu velþekktar konur úr flokksstarfi íhaldsins hér í dag,
sem höfðu það hlutverk að merkja við þá sem komu til að kjósa.
Ég bað þessar ágætu konur að víkja frá meðan ég neytti kosningaréttar míns og
og gerðu þær það góðfúslega.
En, satt best að segja "brá mér nokkuð í brún" , þegar inn var komið til að kjósa, því
það var ekki nóg að þessar prúðbúnu og nytsömu sakleysingjar væru með sínar
spjaldskrár frá þeim í Ásgarði,
heldur sátu þrjár myndarlegar konur við háborðið,
sem voru þarna fulltrúar kjörstjórnar og svo sem ekkert nema gott um þær að segja,
nema það að ein af þeim var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu
bæjarstjórnarkosningum og svo önnur sem er mágkona Elliða bæjarstjóra.
Og hvað var það sem flaug í gegnum huga mér,
hér vantaði ekkert í þessa mynd annað en það, að bæjarsjórinn sjálfur sæti á milli
kvennanna tveggja úr kjörstjórninni og þannig
vel getað ímyndað mér að ég væri mættur þarna í Ásgarð,
félagsheimili Sjálfstæðisflokksins hér í bæ til þess að taka þátt í prófkjöri flokksins.
Því segi ég það,
að Sjálfstæðisflokkurinn hér í Eyjum er kolfallinn
í mínum huga og hefur með sínum persónunjósnum algjörlega fallið á
því siðgæðisprófi, sem við kjósendur gerum til
flokkanna sem eru í framboði hérna í dag.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 17:17
ÆTLAR D-LISTINN Í EYJUM AÐ STANDA VÖRÐ UM PERSÓNUNJÓSNIR ?
Eitt vinsælasta slagorð sem einn af þremur flokkum, sem bjóða fram til
bæjarstjórnar í Vestmannaeyja eru þessi:
"Stöndum vörð um Vestmannaeyjar" og svona áfram þ.e.a.s.
"stöndum vörð um um efri árin"
"stöndum vörð um lífæðina, Vestmannaeyjahöfn"
"stöndum vörð um sannleikan"
"stöndum vörð um rétt einstaklingsins" og margt annað um, "að standa vörð" um
þetta eða hitt.
Því varð ég hvumsa, þegar mér var það sagt, að þetta ágæta framboð ætlaði
einnig að sanda vörð um alla þá sem ætla að kjósa á morgunn.
Þ.e.a.s. þeir verða með fólk í kjördeildum á morgunn og skrifa þá niður sem koma
og kjósa.
Satt best að segja þá finnst mér nú þetta slagorð þeirra "að standa vörð" sem óspart
þeir nota í blöðum sínum og pésum núna fyrir kosningar,
vera farin að ganga nokkuð langt ef raunir er sú, að þeir ætli "að standi vörð í
kjördeildum á morgunn og skrá niður nöfn þeirr sem kjósa.
Persónunjósnir og hreinan kommúnisma hefði íhaldið kallað það á dögum kalda
stríðsins.
Það er auðvitað með öllu ólíðandi að slíka njósnir skulu gerðar inni í kjördeild,
og það af þeim flokki,
sem lengst af hefur kennt sig við lýðræðisást og frelsi einstaklingsins.
Ekki man ég betur en ungir sjallar í Reykjavík hafi gengið berserksgang,
þegar skattskráin kemur út í Reykjavík og segja þá,
að það séu persónunjósnir að birta þar,
hvað menn bera í skatta.
Kannski verður það þannig fyrir rest,
að þessi sami flokkur "vilji standa vörð við hliðina á okkur",
svo við krossum á réttan stað,
að þeirra mati, hver veit?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 22:16
STÓRLIÐ ÍBV OG STÓRI DAGURINN, 29. MAÍ.
Þegar ég í gærkvöldi horfði og hlustaði á fótboltaspekinginn frá Hafnafirði,
sem tönnlaði sífellt á "stórleik" millum KR og Keflavíkur, gat ég nú ekki annað en
brosað.
Fótboltinn sem liðin sýndu var ekki bjóðandi annars staðar en í annarri deild íslenska
boltans, svo lélegur var leikurinn og að mínu mati til skammar fyrir bæði lið.
ÍBV liðið okkar hefur verið á góðri siglingu og sýnt nokkuð góðan leik,
að mér er tjáð, enda úrslitin sýnt fram á það.
Eiginlega furðulegt að framherjinn fyrrum úr FH skyldi ekki skilgreina leik FH-ÍBV
sem stórleik þarna um daginn?
Nei auðvitað ekki, ÍBV var andstæðingurinn og gat að hans mati ekki flokkast sem
neitt stórlið.
Því er það svo, að núna á sunnudaginn getur lið okkar sýnt hvað í því býr,
þegar við leikum við Breiðablik og vonandi fáum við þá, að sjá tvö af bestu liðum
landsins leika góða knattspyrnu, sem hæfir aðeins stórliðum.
Bæjarstjórnarkosningar fara fram á laugardaginn og virðist sem engin stemmning sé
hér í bæ fyrir þeim.
Gera má ráð fyrir því,
að hinir nafnlausu kjósendur sem áratugum saman hafa kosið
flokkinn sinn, muni bara halda því áfram og úrslitin verði eftir því.
Raddir hafa heyrst um það, að núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson muni
yfirgefa bæjarmálin og hella sér í landsmálapólitíkina,
þegar kosið verður til alþingis næst!
Hvort hann feti í fótspor Guðlaugs heitins Gíslasonar og verði bæði bæjarstjóri og
þingmaður, skal ósagt látið.
Aðeins hefi ég gluggað í blöðin núna fyrir kosningar og undrast það "kraftaverk,
sem D-listinn virðist hafa gert hérna í fjármálum Eyjanna,
og hvort þeir ágætu menn gætu ekki gert slíka galdra, að einskonar "útflutningi"
til leiðbeiningar,
þeim mörgu sveitafélögum sem nú glíma við mikinn fjárhagsvanda?
Eins og menn muna frá fyrri tíð var það svo hérna í Eyjum og víðar,
að sá skipstjóri sem mest aflaði yfir vertíðina var útnefndur
"aflakóngur".
Hver fær þá nafnbót af afloknu kjörtímabili kemur í ljós á laugardaginn,
29 maí.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 23:34
FRÁ EYJUM TIL KENÝA.
Nú er ástæða til að gleðjast.
ÍBV komið með sjö stig úr fjórum leikjum og það á útivöllum.
En að allt öðru því ég var búinn að tína til í blogg sem átti að verða á þeim nótum eins
og hvað,
"bærinn okkar er skítugur ennþá".
"Bréf sem ég fékk í vikunni þar sem mér er tjáð, 7,5% skerðing á greiðslum frá Gildi
lífeyrissjóð"i.
"Ríkisstjórnin ömurlega slöpp og er að standa sig illa".
"Hvað landsmenn hafa tapað miklu vegna lélegrar landsstjórnar Sjálfsstæðis og
Framsóknar flokks s.l. tvo áratugi".
"Bærinn gæti gert betur í vistunarmálum þeirra yngstu,
deilur og ergelsi íbúa vegna tjaldstæða og fleira í þessum dúr".
En þetta allt,
sem upp er talið hérna finnst mér vera hreinir smámunir og ekki þess vert að
kvarta um, eftir að að ég horfði á þátt í gærkvöldi á "stöð 2", sem fjallaði um
ástandið í Kenýa, "með vonina að vopni".
Eftir að hafa horft á þáttinn sem sýndi mér skort og ömurleika á öllum sviðum
íbúanna sem þarna búa,
vil ég bara segja það:
Við hérna í Eyjum svo og allir íslendingar megum þakka fyrir það sem við höfum
og ættum að skammast okkar, fyrir að kvarta og kveina yfir öllu mögulegu og
ómögulegu.
Við ættum þvert á móti að vera þakklát og ánægð með okkar hlutskipti,
miðað við íbúana í Kenýa og ættum að leggja fram ennþá meiri aðstoð til
ABC hjálparstarfið sem þar fer fram.
Dægurmál | Breytt 25.5.2010 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 13
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 250387
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar